Borg­ar­sögu­safn
Sagan okkar

Staðirnir okkar

Viðburðir

Fræðsla
Aðalstræti 10 - Borgarsögusafn

Byggingarnar okkar - Barnabók um íslenska byggingarlist

Barnabókin Byggingarnar okkar fjallar um þá strauma og stíla sem að einkenna íslenska byggingarlistasögu frá torfhúsum til steinsteyptra húsa á einfaldan hátt með það að markmiði að sem flestir geti lesið um og í byggingarnar í umhverfinu okkar. Í tilefni af Barnamenningarhátíð og HönnunarMars verður bókin til sýnis frá 26. til 28. apríl í Aðalstræti 10 (Borgarsögusafn) þar sem hægt verður að skoða rafræna útgáfu af bókinni og gestir hátíðanna tryggt sér eintök í forsölu. Ath ekki þarf að greiða inn á safnið til að skoða bókina.

Byggingarnar okkar - Barnabók um íslenska byggingarlist
Ljosmyndun
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Ertu normal? Ljósmyndasýning

<p data-block-key="wdbmu">Ertu normal? er verkefni þar sem unglingar í 8.-10. bekk fá tækifæri til að velta því fyrir sér hvað er að vera normal. Verkefnið fjallar um staðalmyndir og hversu hamlandi þær geta verið. Sýningin opnar 24. apríl í Bryggjusal Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Ertu normal? er verkefni þar sem unglingar í 8.-10. bekk fá tækifæri til að velta því fyrir sér hvað er að vera normal. Verkefnið fjallar um staðalmyndir og hversu hamlandi þær geta verið. Unglingarnir læra að þekkja staðalmyndir, mikilvægi þess að ögra þeim ásamt því að taka ljósmyndir þar sem þær eru brotnar upp. Er feitt fólk ekki kynþokkafullt? Eru hommar alltaf kvenlegir? Þarf að vorkenna fólki með fötlun? Má gamalt fólk fara í sleik? Eru geðsjúkdómar hræðilegir? Sýningin fagnar fjölbreytileika og þátttöku allra. Hún er opin frá 10-17 alla sýningardaga. Lokasýningardagur er 7. maí.</p>

Ertu normal? Ljósmyndasýning
Fræðsla
Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Viðburðir
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð

Við bjóðum daglegar leiðsagnir frá mars-nóvember í hinu sögufræga varðskipi Óðni þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli. Velkomin um borð!

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Borgarsogusafn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Lokahóf: Maðurinn sem svaf eins og flamengódansari

Daníel Perez Eðvarðsson býður gesti velkomna í lokahóf fyrir sýningu sína "Maðurinn sem svaf eins og flamengódansari". Boðið verður upp á léttar veitingar og já auðvitað flamengódans nema hvað! Frítt inn og öll velkomin!

Lokahóf: Maðurinn sem svaf eins og flamengódansari
Fræðsla
Landnámssýningin

Gamla Reykjavík - Krakkaleiðsögn á táknmáli

Í tilefni Barnamenningarhátíðar býður Borgarsögusafn upp á barna- og fjölskylduleiðsögn á táknmáli laugardaginn 27. apríl, kl. 14:00 á sýningu safnsins í Aðalstræti. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, táknmálsleiðsögumaður, sér um leiðsögnina.

Gamla Reykjavík - Krakkaleiðsögn á táknmáli

Sýningar