ForsíðumyndOpnunar tími ÁrbæjarsafnsOpnunar tími Landnámssýningar

Viðburðir


kunst_ad_lesa_i_hus

Hinsegin saga - Samkynhneigð úr sveit í borg | 23.07.2014

Þann 27. júlí mun Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur vera með leiðsögn um Árbæjarsafn og fjalla um sögu samkynhneigðra í samhengi við safnið. Leiðsögnin hefst klukkan 15:00.


Brudubíllinn_2013

Brúðubíllinn kemur í heimsókn 22. júlí | 21.07.2014

Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn á Árbæjarsafn þriðjudaginn 22. júlí. Leikrit júlí mánaðar heitir Týnda eggið, en þar er Lilli að leika sér í dótatunnunni sinni og hún er sneisafull að alls kyns söngvum, leikritum, sjóræningjum og sögum. Trúðurinn kemur í heimsókn og margir fleiri. Sýningin hefst kl. 14 og það er ókeypis fyrir þá gesti sem koma að horfa á Brúðubílinn.


Heyannir_2009

Heyannir | 15.07.2014

Heyannir eru árviss viðburður á hverju býli. Nú á sunnudaginn er komið að þeim degi þegar amboðin verða tekin fram á Árbæjarsafni og ljár borinn í gras. Gestum og gangandi er boðið að taka virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla.

Skoða alla viðburði

Borgarsögusafn Reykjavíkur

Borgarsögusafn Reykjavíkur sinnir rannsóknum á sögu borgarinnar og minjavörslu sem felur í sér umsjón og eftirlit með menningarminjum í landi Reykjavíkur, svo sem skráningu og eftirliti fornleifa og gamalla bygginga.

Sjá nánar

Fréttir & tilkynningar


Húsverndarstofa lokuð í dag, 16. júlí. En opnar aftur að viku liðinni.

Húsverndarstofan verður lokuð í dag, miðvikudaginn 2. júlí vegna sumarleyfa. Hún verður á sínum stað að viku liðinni.