Árbæjarsafn

Árbær var rótgróin bújörð allt fram á 20. öld, en safnið var opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur.

Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma.Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Smellið hér til að sjá kort yfir safnsvæði.

Sumardagskrá safnsins fyrir sumarið 2014 má skoða hér (pdf skjal 356 kb).
Senda Prenta Senda á Facebook

Viðburðir


tjoddansar

Opnunartími um Hvítasunnu | 20.05.2015

Árbæjarsafn verður opið um helgina 23.-25. maí, Hvítasunnuhelgina, frá kl. 13-17. Sumarstarf safnsins hefst þó formlega laugardaginn 30. maí en frá þeim degi verður safnið opið alla daga til 31. ágúst frá kl. 10-17. Landnámssýningin í Aðalstræti verður opin frá kl. 9 til 20.


hjaverkin

Hjáverkin: Atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970 | 12.05.2015

Á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 17. maí kl. 14.00, verður opnuð ný sýning í Árbæjarsafni sem ber heitið Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970.


Börn á Árbæjarsafni

Árbæjarsafn fagnar Sumardeginum fyrsta | 20.04.2015

Árbæjarsafn verður opið sumardaginn fyrsta frá kl. 13-17 og er frítt inn fyrir alla í tilefni dagsins. Í boði er fjölbreytt dagskrá í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík.

Skoða alla viðburði