Árbæjarsafn

Árbær var rótgróin bújörð allt fram á 20. öld, en safnið var opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur.

Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma.Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Smellið hér til að sjá kort yfir safnsvæði.

Sumardagskrá safnsins fyrir sumarið 2013 má skoða hér (pdf skjal 356 kb).
Senda Prenta Senda á Facebook

Viðburðir


Logo MSR

Opnunartími um páska | 11.04.2014

Hér er hægt að nálgast opnunartíma yfir páskahátíðina bæði á Landnámssýningunni og Árbæjarsafni.


Uppfærsla á Landnámssýningunni

Víkingar? Goðsagnir og hversdagsleiki landnámsins | 01.04.2014

Nýlega var unnið að uppfærslu á hluta Landnámssýningarinnar Reykjavík 871+/-2 til að endurspegla nýjar uppgötvanir og rannsóknir sem varpa skýrara ljósi á landnámsöldina. Í tilefni þess verður blásið til málþings þar sem fjórir fyrirlesarar skoða landnám Reykjavíkur frá ýmsum sjónarhornum.


Ratleikur með rúnum

Vetrarfjör á Landnámssýningunni | 19.02.2014

Landnámssýningin bíður alla krakka í vetrarfríi velkomna í heimsókn! Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt dagana 20. og 21. febrúar. Í vetrarfríinu verður boðið upp á skemmtilegan ratleik, þar sem gestir þurfa að ráða í rúnir, og leiksvæði Freyju fornleifafræðings er alltaf opið.

Skoða alla viðburði