Árbæjarsafn

Árbær var rótgróin bújörð allt fram á 20. öld, en safnið var opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur.

Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma.Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Smellið hér til að sjá kort yfir safnsvæði.

Sumardagskrá safnsins má nálgast pdf skjalhér.
Senda Prenta Senda á Facebook

Viðburðir


Fornbíladagurinn á Árbæjarsafni 5. júlí | 26.06.2015

Hin árvissa og vinsæla fornbílasýning Fornbílaklúbbs Íslands verður á Árbæjarsafni sunnudaginn 5. júlí. Félagsmenn verða til skrafs og ráðagerða og sýna bíla sína sem margir eiga merka sögu.


Tálgnámskeið Árbæjarsafns 6.,8.,13,15. júlí | 29.06.2015

Árbæjarsafn bíður upp á skemmtilegt örnámskeið í tálgun í júlí. Þar læra krakkar réttu handbrögðin við að tálga með hníf, auk þess að læra að bora með gamaldags handbor. Í lok námskeiðisins er kveiktur lítill varðeldur og fá krakkarnir að grilla brauð á teini.


Harmónikkuhátíð og heyannir á Árbæjarsafni 12. júlí | 29.06.2015

Sunnudaginn 12. júlí, verður hin árlega Harmonikuhátíð Reykjavíkur haldin venju samkvæmt á Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13:00. Munu þar koma fram margir af okkar bestu og þekktustu harmonikuleikurum í skemmtilegu umhverfi safnsins.

Skoða alla viðburði