Árbæjarsafn

Árbær var rótgróin bújörð allt fram á 20. öld, en safnið var opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur.

Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma.Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Smellið hér til að sjá kort yfir safnsvæði.

Sumardagskrá safnsins má nálgast pdf skjalhér.
Senda Prenta Senda á Facebook

Viðburðir


kvoldgagan_romantik_reviur

Kvöldgöngur 2015 – Revíur og rómantík | 28.07.2015

Revíur og rómantík eru í aðalhlutverki í kvöldgöngu Borgarsögusafns Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 30. júlí kl. 20. Gönguna leiðir Sveinn Enok Jóhannsson söngvari ásamt Gunnari Ó. Kvaran harmonikuleikara.


Jógaleikhús og leikir á Árbæjarsafni 26. júlí | 29.06.2015

Leikhús, hreyfing og leikir verða í boði fyrir alla krakka sem koma á Árbæjarsafn sunnudaginn 26. júlí.


Lilli api

Brúðubíllinn kemur í heimsókn 21. júli | 20.07.2015

Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn á Árbæjarsafn þriðjudaginn 21. júlí. Sýningin að þessu sinni hefur yfirskriftina: Úr safni brúðubílsins. Sýningin hefst kl. 14 og frítt er fyrir fullorðna í fylgd með börnum á meðan sýningunni stendur.

Skoða alla viðburði