Borg­ar­sögu­safn
Sagan okkar

Staðirnir okkar

Viðburðir

Ljosmyndun
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Ertu normal? Ljósmyndasýning

<p data-block-key="wdbmu">Ertu normal? er verkefni þar sem unglingar í 8.-10. bekk fá tækifæri til að velta því fyrir sér hvað er að vera normal. Verkefnið fjallar um staðalmyndir og hversu hamlandi þær geta verið. Sýningin opnar 24. apríl í Bryggjusal Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Ertu normal? er verkefni þar sem unglingar í 8.-10. bekk fá tækifæri til að velta því fyrir sér hvað er að vera normal. Verkefnið fjallar um staðalmyndir og hversu hamlandi þær geta verið. Unglingarnir læra að þekkja staðalmyndir, mikilvægi þess að ögra þeim ásamt því að taka ljósmyndir þar sem þær eru brotnar upp. Er feitt fólk ekki kynþokkafullt? Eru hommar alltaf kvenlegir? Þarf að vorkenna fólki með fötlun? Má gamalt fólk fara í sleik? Eru geðsjúkdómar hræðilegir? Sýningin fagnar fjölbreytileika og þátttöku allra. Hún er opin frá 10-17 alla sýningardaga. Lokasýningardagur er 7. maí.</p>

Ertu normal? Ljósmyndasýning
Fræðsla
Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Viðburðir
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð

Við bjóðum daglegar leiðsagnir frá mars-nóvember í hinu sögufræga varðskipi Óðni þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli. Velkomin um borð!

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Viðburðir
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Fyrirlestur um hnattflugið 1924

„Heyrðist þyturinn af þeim yfir allan bæ“ er yfirskrift fyrirlesturs um hnattflugið 1924. Sagt verður frá hnattfluginu með sérstakri áherslu á þátt Íslands en hnattflugmenn komu til Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur. Frítt inn og öll velkomin!

Fyrirlestur um hnattflugið 1924
Saga
Landnámssýningin

Landnámssýningin Aðalstræti - leiðsögn

Borgarsagan í hnotskurn. Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16, þar sem er skálarúst frá 10. öld, og yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10, og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.

Landnámssýningin Aðalstræti - leiðsögn
Fræðsla
Viðey

VIÐEY FRIÐEY - sumarnámskeið fyrir 8-9 ára börn

Spennandi vikunámskeið fyrir 8-9 ára börn (fædd 2015 og 2016) í friðsælu náttúruperlunni Viðey þar sem sköpunargleðin verður virkjuð.

VIÐEY FRIÐEY - sumarnámskeið fyrir 8-9 ára börn

Sýningar